Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2011 | 17:30

LPGA: Ai og Yani leiða í Taiwan

Í dag hófst í Sunrise Golf & Country Club í Yang Mei, Taoyuan í Taíwan, Sunrise LPGA Taiwan Championship. Eftir 1. dag mótsins leiða japanski kylfingurinn Ai Miyazato og heimakonan, leikmaður ársins á LPGA og nr. 1 í heiminum, Yani Tseng.  Báðar, Ai og Yani fengu 5 fugla og 1 skolla hvor.

Þriðja sætinu deila bandarísku stúlkurnar Morgan Pressel og Jennifer Song og hin sænska Anna Nordqvist, allar á -3 undir pari.

Hér má sjá stöðuna eftir 1. dag: SUNRISE LPGA TAIWAN CHAMPIONSHIP