Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 03:15

LPGA: Anna Nordqvist efst e. 1. dag Honda LPGA Thailand

Í dag hófst á Pattaya Old Course, í Siam Country Club í Chonburi Thailandi, Honda LPGA Thailand mótið, á LPGA mótaröðinni.

Eftir 1. dag er það sænski kylfingurinn Anna Nordqvist, sem er í forystu.

Nordqvist komst í gegnum niðurskurð í Ástralíu s.l. helgi þrátt fyrir að hún hafi verið með hita og flensu og hún virðist aldeilis vera búin að ná sér!

Anna lék á 6 undir pari 66 höggum og hefir 1 höggs forystu á þá sem er í 2. sæti, 1 höggi á eftir, Michelle Wie.

Í 3. sæti eru Lexi Thompson, Angela Stanford og Jennifer Johnson, allar bandarískar, en þær léku allar á 4 undir pari og eru því 2 höggum á eftir Nordqvist.

Fjórar góðar deila síðan 6. sætinu allar á 3 undir pari: norska frænka okkar Suzann Pettersen, Sandra Gal frá Þýskalandi, Solheim Cup stjarnan Caroline Hedwall frá Svíþjóð og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu.

Til þess að sjá stöðuna á Honda LPGA Thailand eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: