Blair O´Neal
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2020 | 20:00

LPGA: Blair varð í 6. sæti á TOC Celeb

Hin 37 ára ófríska Blair O´Neil , sem komin er 6 mánuði á leið, var eini kvenkylfingurinn sem þátt tók í sérstöku móti 49 frægra og þekktra kylfinga sem fram fór samhliða LPGA Tournament of Champions, þar sem eingöngu sigurvegarar 2019 í hinum 26 LPGA mótum áttu þátttökurétt.

Blair náði þeim frábæra árangri að landa 6. sætinu!

Skor hennar var (74 74 77 74).

Sigurvegari í Diamond Resorts TOC Celebrity varð John Smoltz, en hann lék á (72 68 70 68).  Smoltz er þekktur fv. hafnarboltamaður í Bandaríkjunum, sem m.a. spilaði með Atlanta Braves, Boston Red Sox og St. Louis Cardinals. Hann er góður vinur Tiger Woods, sem sagði eitt sinn um Smoltz að hann væri besti kylfingur utan PGA Tour, sem hann þekkti. Sumir þekkja Smoltz betur undir uppnefni sínu „Marmaduke“

Sjá má lokastöðuna á Diamond Resorts TOC Celeb með því að SMELLA HÉR: