LPGA: Chella Choi sigraði á Marathon Classic
Ji Leon Choi lofaði dóttur sinni, Chellu, að hann myndi ekki vera kaddýinn hennar lengur en fram að þeim tíma að hún ynni fyrsta titil sinn á LPGA.
Það gerðist nú síðustu helgi að hin suður-kóreanska Chella vann fyrsta sigur sinn á LPGA, þ.e. í Highland Meadows, Sylvania, Ohio. Mótið sem hún sigraði á var Marathon Classic.
Chella er hins vegar ekkert of viss um að hún vilji missa pabba sinn sem kaddý.
„Pabbi vill hætta núna af því að hann gaf loforð sitt, en ég veit ekki,“ sagði Chella. „Við ræðum það síðar.“
Chella Choi sigraði í 157. mótinu sem hún spilaði í á LPGA, eftir að hún vann löndu sína Ha Na Jang með fugli á 1. holu í umspili, en báðar voru á 14 undir pari, 270 höggum eftir hefðbundnar 72 holur.
Jafnar í 3. sæti urðu Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi og hin kínverska Shanshan Feng, aðeins 1 höggi á eftir.
„Vitið þið að sigra í fyrsta skipti er erfitt. Ég get bara ekki trúað þessu. Vonandi er þetta viðsnúningspunktur hjá mér…. þetta hafa verið 7 löng sigurlaus ár. Þannig að ég var virkilega, virkilega spennt og ánægð,“ sagði Chella Choi í viðtali eftir að 1. sigur hennar á LPGA á Marathon Classic var í höfn.
Til þess að sjá lokastöðuna á Marathon Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024