LPGA: Colleen Walker deyr 56 ára
Colleen Walker, fyrrum leikmaður á LPGA mótaröðinni, sem vann 9 sinnum á 23 ára ferli sínum dó í fyrradag, þ.e. seinni part þriðjudags í Valríco, Flórída.
Hún var 56 ára og banamein hennar var krabbamein.
Walker greindist með brjóstakrabbamein í janúar 2003 og sneri aftur á Túrinn í september. Talið var að Walker hefði unnið bug á meinsemdinni, en á síðasta ári kom í ljós að krabbameinið hafði tekið sig upp á ný og dreift sig í mjaðmir hennar og breiðst víðar um líkamann.
Walker spilaði á LPGA Tour á árunum 1982-2004. Hennar stjörnustundir voru árið 1992 (þ.e. fyrir 20 árum) þegar hún vann 3 sinnum og síðan vann hún eina risamótstitil sinn 1997 á the du Maurier Classic í Kanada. Árið 1998, vann hún the Vare Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor og náði hvað lengst það árið á peningalistanum á ferli sínum þ.e. 5. sætinu.
„Colleen var ekki aðeins frábær sendiherra fyrir LPGA og golfleikinn heldur það sem var mun mikilvægara hún var traustur og trúr vinur,“ sagði fimmfaldur LPGA Tour sigurvegarinn Barb Mucha. „Allt frá umhyggjusömu brosi, óeigingjarns stíls hennar, djúpri væntumþykju fyrir fjölskyldunni þá snerti líf hennar alla, sem hún þekkti. Hennar verður sárt saknað, en ást hennar mun lifa í hjarta okkar. Ég nýt forréttinda að geta kallað hana vinkonu mína.“
Walker hlaut inngöngu í Frægðarhöll Florida State University, árið 1991 og Frægðarhöll Palm Beach County 2003.
Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ron Bakich og áttu þau 1 son Tyler Walker Bakich, 16 ára. Tyler er toppkylfingur á unglingamótaröðinni í Flórída og vann m.a. í sínum aldursflokki s.l. júlí í holukeppni.
„Ég mun ávallt minnast Colleen fyrir baráttu hennar og ákveðni á golfvellinum,“ sagði þrefaldur LPGA Tour sigurvegarinn Dawn Coe-Jones. „Utan golfvallarins elskaði ég húmor hennar. Ég mun sakna þessa, að ganga eftir golfbrautinni með henni og horfa á syni okkar keppa. Hvíldu í friði Colleen.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024