Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2014 | 11:30

LPGA: Creamer og Uribe leiða e. 1. dag Kia Classic

Það eru „bleiki pardusinn“ Paula Creamer og hin kólombíska Mariajo Uribe, sem leiða eftir 1. dag Kia Classic sem hófst í gær í Aviara golfklúbbnum í Carlsbad, Kaliforníu.

Mariajo Uribe

Mariajo Uribe

Báðar léku þær á 5 undir pari, 67 höggum.

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar: Shashan Feng frá Kína, Solheim Cup-arinn Jodi Ewart Shadoff, Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu og mamman nýbakaða Cristie Kerr. Allar léku þær stöllur á 4 undir pari 68 höggum.

Fimm kylfingar eru síðan í 7. sæti, en allar léku þær á 3 undir pari, 69 hver, þ.e.: Lexi Thompson, nr. 1 á Rolex heimslistanum Inbee Park, Lisette Salas, sem enn á eftir að sigra á LPGA, Tiffany Joh og Azahara Muñoz.

Michelle Wie, sem nýlega endurnýjaði samning sinn við styrktaraðila mótsins, til margra ára er síðan í 12. sæti ásamt 17 öðrum kylfingum, sem allar spiluðu á 2 undir pari.

Óvenjulegt er að sjá hina nýsjálensku Lydiu Ko jafn neðarlega og hún er í þessu móti en hún lék á 2 yfir pari, er í 71. sæti og verður að hafa sig alla við ætli hún sér í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna á Kia Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: