Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2020 | 12:00

LPGA: Danielle Kang hlaut Vare Trophy

Bandaríski kylfingurinn, Danielle Kang, hlaut Vare bikarinn, sem veittur er fyrir lægsta meðalskor á LPGA.

Meðalskor Kang árið 2020 var 70,082 högg.

Danielle Kang varð ljóst að hún hefði unnið Vare bikarinn eftir lokamót LPGA, CME Group Tour Championship

Hún sagði: „Í endinn á lokahringnum leit ég á kylfusveininn minn og sagði: „Við unnum Vare bikarinn“ Það er þó árangur. Þetta er ágætisárangur í ferlinum, að ég náði þessu . Ég get litið tilbaka á 2020 keppnistímabilið sem þess tímabils, þar sem ég vann Vare bikarinn.

Aðeins 1 kylfingi á LPGA hefir tekist að vera með lægra skor en 69 högg en það var Annika Sörenstam sem var að meðaltali með 68,7 högg í mótum árið 2000, sem er lægsta meðalskor yfir tímabil á LPGA mótaröðinni.