Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2012 | 08:00

LPGA: Futscher, Hedwall, Rosales og Wright í forystu á Mobile Bay LPGA Classic eftir 1. dag

Það eru hin sænska Caroline Hedwall, Lindsay Wright frá Ástralíu, Jennifer Rosales frá Filippseyjum og Katie Futcher, sem leiða eftir 1. dag Mobile Bay LPGA Classic.

Allar spiluðu stúlkurnar í 1. sæti  á -5 undir pari, 67 höggum.

Í 5. sæti, aðeins 1 höggi á eftir forystunni eru síðan 8 stúlkur, þ.á.m. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum.  Þrettánda sætinu deila síðan enn aðrar 8 stúlkur m.a. Natalie Gulbis og Azahara Muñoz, en þær hafa allar spilað á -4 undir pari, 69 höggum og eru aðeins 2 á eftir þeim fjórum sem eru fyrstar.

Það stefnir í gífurlega jafna og spennandi keppni um helgina í Mobile, Alabama.

Til þess að sjá stöðuna efrti 1. dag á Mobile Bay LPGA Classic smellið HÉR: