Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2020 | 22:00

LPGA: Gaby Lopez sigraði á TOC

Það var Gaby Lopez frá Mexíkó, sem að lokum sigraði á Diamond Resorts Tournament of Champions, þar sem aðeins sigurvegarar á LPGA mótum 2018-2019 keppnistímabilsins tóku þátt.

LPGA-mótið sem Lopez sigraði í og veitti henni þátttökurétt á TOC var Blue Bay LPGA mótið (10. nóvember 2018).

Þrjár voru efstar og jafnar eftir hefðbundnar 72 holur; allar á samtals 13 undir pari, hver þ.e. þær Gaby Lopez, Inbee Park og Nasa Hataoka.

Það þurfti því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og hafði Lopez loks best þar, með fugli á 7. holu bráðabanans og stóð uppi sem sigurvegari sigurvegarana.  Fyrir sigurinn hlaut Gaby Lopez $180,000 eða rúmar 22 milljónir ísl kr.

Gaby Lopez er fædd 9. nóvember 1993 og því 26 ára.

Mótið fór fram á Boca Rio golfvellinum sem er hluti Diamond Resorts í Flórída, dagana 16.-19. janúar 2020, en ekki Hawaii eins og hjá körlunum.

Sjá má lokastöðuna á Diamond Resorts TOC með því að SMELLA HÉR: