Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2019 | 08:52

LPGA: Henderson og Ji leiða e. 1. dag í Flórída

Það eru kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson og Eun-Hee Ji frá S-Kóreu sem deila forystunni eftir 1. dag Dimond Resort TOC, sem er fyrsta mót á LPGA mótaröðinni.

Mótið fer fram 17.-20. janúar í Lake Buena Vista, í Flórída.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er ekki meðal keppenda, en hún er enn með takmarkaðan spilarétt í nokkrum mótum LPGA á árinu.

Henderson og Ji komu báðar í hús á 6 undir pari, 65 höggum.

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum deila 3. sætinu þ.e. Stacy Lewis og Lydia Ko, sem báðar voru á 5 undir pari, 66 höggum.

Þrjár deila síðan 3 sætinu enn einu höggi á eftir þ.e. þær Lexi Thompson, sem er á heimavelli, Mirim Lee og Ariya Jutanugarn.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Diamond Resort TOC SMELLIÐ HÉR: