Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2013 | 12:30

LPGA: Inbee Park sigraði á North Texas LPGA Shootout

Það var nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á North Texas LPGA Shootout.

Inbee spilaði á samtals 13 undir pari, 271 höggi (67 70 67 67) og hlaut í verðlaunafé $ 195.000,-

Í 2. sæti varð forystukona gærdagsins Carlota Ciganda frá Spáni á samtals 12 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir Inbee.

Í 3. sæti varð svo „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR: