Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2021 | 23:59

LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!

Það var Jessica Korda, sem stóð uppi sem sigurvegari á Diamond Resorts Tournament of Champions.

Mótið fór fram á Tranquilo golfvellinum í Lake Buena Vista, í Flórída, dagana 21.-24. janúar 2021.

Jessica var jöfn Daniellu Kang, sem búin var að leiða mestallt mótið, eftir 72 holur, en Jessica átti m.a. stórglæsilegan 3. hring þar sem hún spilaði á 60 höggum og daðraði við 59!

Það varð því að til koma bráðabana milli þeirra, þar sem Jessica hafði betur í þessu Korda/Kang einvígi.

Sigur Jessicu kom þegar á 1. holu bráðabanans (þar sem 18. holan var spiluð) þegar hún setti niður langt fuglapútt.

Sjá má hápunkta (m.a. sigurpútt) Jessicu á lokahring mótsins með því að SMELLA HÉR:

Fyrir sigurinn hlaut Jessica $ 180.000,- (sem er u.þ.b. 23,5 milljónir íslenskra króna) …. og u.þ.b. 1/6 – 1/7 af því sem sigurvegarar á PGA Tour fá fyrir sigur í mótum. Hryllilega óréttlátt!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Diamond Resorts Tournament of Champions SMELLIÐ HÉR: