Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 15:30

LPGA: Jiyai Shin sigraði á Kingsmill Champ- ionship eftir 9 holu umspil við Paulu Creamer

Jiyai Shin og Paula Creamer þurftu að spila 9 holur í bráðabana þar til ljóst var hver væri sigurvegari á Kingsmill Championship, sem farið hefir fram nú um helgina í Williamsburg, Virginíu.

Í gær varð að fresta bráðabananum vegna myrkurs.

Það gerðist þegar 18. holan hafði verið spiluð 8 sinnum og alltaf voru þær stöllur á pari.

Í framhaldinu í dag var 16. brautin spiluð – pardusinn þrípúttaði en Shin náði pari og sigraði og hlaut að launum tékka upp á $ 165.000,-

Svolítill munur á tékkanum hennar og þeim sem Rory fékk í gær upp á 1,4 milljónir – Launamunur í golfinu sem annarsstaðar!!!

Þetta er fyrsti sigur Shin frá því hún sigraði á Mizuno Classic árið 2010. Þetta er 9. sigur hennar sem atvinnumanns og 6. sigur hennar á LPGA, en hún hefir nú unnið sér inn yfir $ 5 milljónir í verðlaunafé einu saman.

Samtals spiluðu Jiyai og Creamer á 16 undir pari, samtals 268 höggum; Jiyai (62 68 69 69) og Creamer (65 67 65 71).

Hin franska Karine Icher og Danielle Kang frá Bandaríkjunum deildu 3. sætinu á 14 höggum undir pari samtals 270 höggum; Icher (70 68 67 65) og Kang (67 64 70 69).

Fimmta sætinu deildu Catriona Matthew frá Skotlandi og Angela Stanford frá Bandaríkjunum  á 13 undir pari, hvor og í 7. sæti urðu Miyazato-urnar frá Japan, Ai og Mika á samtals 12 undir pari. Í 9. sæti urðu loks 4 kylfingar: Gerina Piller, Azahara Muñoz, Maria Hjorth og Stacy Lewis allar á 12 undir pari, hver.

Til þess að sjá úrslitin á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: