Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 04:44

LPGA: Karin Sjödin og Yani Tseng deila forystunni á Kraft Nabisco fyrir lokahringinn

Það er nr. 1 í heiminum, Yani Tseng, sem heldur forystu sinni á Kraft Nabisco fyrir lokahring 1. risamóts ársins í kvennagolfinu, Kraft Nabisco Championship, en deilir henni að þessu sinni með hinni sænsku Karin Sjödin.

Báðar eru þær Yani og Karin Sjödin búnar að spila á samtals -9 undir pari, þ.e. 207 höggum hvor: Yani (68 68 71) og Karin Sjödin (72 67 66).

Þær stöllur hafa 2 högga forystu á Haeji Kang frá Suður-Kóreu, sem er ein í 3. sæti á -7 undir pari samtals .

Fjórða sætinu deila 5 stúlkur frá Suður-Kóreu á -6 undir pari allar samtals hver, en þetta eru þær: Ji, Kim, Seo, Choi og Yoo.

Hin 16 ára Charley Hull, fremsti áhugamaður Englands, sem boðin var þátttaka í mótinu og er að spila á sínu fyrsta risamóti er aldeilis að standa sig vel. Ekki bara komst hún í gegnum niðurskurð heldur  deilir 37. sætinu með öðrum og átti góðan hring upp á 68 í gær eftir fremur „slakan“ hring á föstudaginn upp á 77 högg.  Samtals er Charley Hull búin að spila á parinu, 216 höggum (71 77 68)

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Kraft Nabisco Championship smellið HÉR: