Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2019 | 17:00

LPGA: Lee6 sigraði á Opna bandaríska

Það var kóreanska stúlkan Jeongeun Lee6 sem sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu.

Lee6 notar tölu í enda eftirnafns síns til þess að aðskilja sjálfa sig frá hinum Jeongeun Lee-unum á kóreönsku LPGA mótaröðinni, en 5 aðrar þekktar eru þar með sama nafni.

Sjá má nýlega kynningu Golf1.is á þessum hæfileikaríka kórenaska nýliða (Lee6) á bandaríska LPGA með því að SMELLA HÉR: 

Lee6 átti lokahring upp á 1 undir pari, 70 högg og átt að lokum 2 högg á þær sem næstar komu þ.e Lexi Thompson, Angel Yin og löndu sína So Yeon Ryu og sigraði þar með á sínu fyrsta risamóti.

Samtals spilaði Lee6 á 6 undir pari, 278 höggum (70 – 69 – 69 – 70).  Fyrir sigur sinn hlaut Lee6 $ 1.000.000,- eða u.þ.b. 120 milljónir íslenskra krónar. Með þessum sigri má telja nokkuð víst að Lee6 hafi tryggt sér titilinn „nýliði ársins á LPGA 2019″!!!

Túlkur Lee6; Jennifer Kim sagði að loknum sigrinum: „Hún (Lee6) segist ekki hafa getað ímyndað sér að ná svo langt. Hún er mjög stolt af sjálfri sér og hefir unnið hörðum höndum að því að ná þessum árangri.

Sjá má lokastöðuna á Opna bandaríska kvenrisamótinu með því að SMELLA HÉR: