Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 01:00

LPGA: Lexi sigraði á 1. risamóti sínu!

Það var Alexis (alltaf kölluð Lexi) Thompson sem stökk út í Poppie´s Pond eftir sigur á Kraft Nabisco Championship, fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu í ár, en mótinu lauk nú rétt í þessu.

Hefð er fyrir því að sigurvegarar stökkvi út í tjörnina að sigri loknum!

Þetta er 4. sigur Lexi á LPGA og sá fyrsti sem hún vinnur í risamóti.

Lexi var mjög örugg á lokahringnum, tók forystu snemma, sem hún lét aldrei af hendi. Hún lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (73 64 69 68).

Lexi hóf þannig baráttuna um risamótsmedalínuna með látum með því að fá fugl á 1. holu lokahringsins og bætti síðan við fuglum á 4., 5. og 9. holu og var komin í 4 undir par eftir fyrri 9 lokadaginn. Hún lék síðan af öryggi það sem eftir var, sýndi hvergi á sér veikan blett – paraði afganginn af holunum og það dugði ….. hún átti 3 högg á næsta keppanda Michelle Wie, sem hafnaði í 2. sæti á 11 undir pari, 277 höggum (67 71 68 71).

Stelpuskottinu Lexi tókst því ætlunarverk sitt: að sigra á 1. risamóti sínu áður en hún yrði 20 ára!  Hún hefir enn 4 rismót fram að 20 ára afmælinu þannig að kannski verða risamótssigrarnir fleiri í ár, sem ekki er ólíklegt miðað við þá glæsispilamennsku sem hún sýndi í kvöld!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Kraft Nabisco Championship SMELLIÐ HÉR: