Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2021 | 18:00

LPGA: Lydia Ko sigraði á Lotte Championship

Það var Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi sem stóð uppi sem sigurvegari á Lotte Championship.

Mótið fór fram dagana 14.-17. apríl í Kapolei, Oahu á Hawaii.

Ko er fædd 24. apríl 1997 og því 23 ára. Þetta er fyrsti sigur Ko í 3 ár, en alls hefir hún sigrað 21 sinnum á ferli sínum, þar af 16 sinnum á LPGA.  Ko gerðist atvinnumaður í golfi 2013 (aðeins 16 ára).

Sigurskor Ko var 28 undir pari, 260 högg (67 – 63 – 65 – 65) og átti hún heil 7 högg á þá, sem næst kom, Inbee Park. 

Fyrir sigur sinn hlaut Ko 300.000 dollara (tæpar 38 milljónir íslenskra króna).

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: