Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 09:00

LPGA: Michelle Wie og tvær aðrar efstar eftir 1. dag Lorena Ochoa Invitational

Það eru þær Michelle Wie, Candie Kung og Angela Stanford sem leiða eftir 1. hring Lorenu Ochoa Invitational, sem hófst í Guadalajara í Mexikó í gær.

Allar léku þær á 6 undir pari, 66 höggum, hver.  Michelle var sú eina sem spilaði skollafrítt þ.e. fékk 6 fugla og 12 pör meðan hinar tvær fengu 7 fugla 11 pör og 1 skolla.

Aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 67 höggum er hópur 5 frábærra kylfingar: Cristie Kerr, heimsins nr. 2 Stacy Lewis, Karine Icher frá Frakklandi og So Yeon Ryo og Inbee Park frá Suður-Kóreu. Þær deila 4. sæti mótsins.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Lorena Ochoa Invitational SMELLIÐ HÉR: