Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2012 | 16:00

LPGA: Mika Miyazato sigraði á Safeway Classic

Það var japanska stúlkan Mika Miyazato sem vann fyrsta sigur sinn á árinu á LPGA í gær þegar hún bara sigurorð af keppinautum sínum í Safeway Classic mótinu á Ghost Creek golfvellinum í Pumpkin Ridge golfklúbbnum, North Plains í Oregon.

Mika spilaði hringina 3 á samtals 13 undir pari (65 68 70) og átti 2 högg á þær sem komu í 2. sæti þær Brittany Lincicome og Inbee Park. Fyrir sigur sinn hlaut Mika $ 225.000,- (u.þ.b. 27 milljónir íslenskra króna).

Fjórða sætinu deildu þær Cristie Kerr, So Yeon Ryu og Haeji Kang á 10 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Safeway Classic SMELLIÐ HÉR: