LPGA: Na Yeon Choi sigraði á CME Group Titleholders
Na Yeon Choi sigraði á lokamóti LPGA, CME Group Titleholders. Choi lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (67 68 68 70). Hún átti 2 högg á þá sem varð í 2. sæti nýliða LPGA árið 2012, löndu sína So Yeon Ryu. Fyrir sigurinn fékk hún sigurtékka upp á hálfa milljón bandaríkjadala (u.þ.b. 60 milljónir íslenskra króna), sem er annað hæsta verðlaunaféð á LPGA. Henni ætti ekki að verða skotaskuld að kaupa sér stórt hús í Orlandó, en hún er að kaupa sér eitt slíkt þessa dagana! Til þess að sjá viðtal við NY Choi eftir sigurinn SMELLIÐ HÉR: ….. en þar kom m.a. fram að mamma hennar hefði verið meðal áhorfenda í fyrsta sinn í langan tíma og það var NY mikil hvatning.
So Yeon Ryu spilaði sem sagt á samtals 12 undir pari, 276 höggum (66 72 66 70).
Síðan kom Brittany Lincicome í 3. sæti á samtals 11 undir pari; Karrie Webb varð í 4. sæti á samtals 10. undir pari; Ai Miyazato varð fimmta á samtals 9 undir pari og hin franska Karine Icher varð í 6. sæti á samtals 8 undir pari.
Azahara Munoz, sem á 25 ára afmæli í dag; Shanshan Feng frá Kína; Cristie Kerr og Anna Nordqvist deildu 7. sætinu.
Til þess að sjá úrslitin í heild á CME Group Titleholders SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024