Na Yeon Choi.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2011 | 20:30

LPGA: Na Yeon Choi vann Sime Darby-mótið

Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu vann Sime Darby-mótið í Malasíu, í dag. Na Yeon var á – 15 undir pari, og á samtals 269 höggum (66 68 67 68). Hún vann nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Yani Tseng, með 1 höggi. Með sigri sínum á Kuala Lumpur Golf and Country Club vann Na Yeon sér inn $285,000. Í 3. sæti var Azahara Munoz frá Spáni á 3 höggum á eftir Na Yeon Choi. Í 4. sæti varð Se Ri Pak og því 5. deildu bandarísku kylfingarnir Stacy Lewis og Brittany Lang, sem búnar voru að leiða nokkrum sinnum á fyrri keppnisdögum.

Til þess að sjá úrslit á Sime Darby mótinu smellið HÉR: