Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2012 | 23:59

LPGA: Na Yeon Choi vann US Women´s Open

Það var Na Yeon Choi (oft kölluð NY) sem stóð uppi sem sigurvegari á US Women´s Open í kvöld. Choi spilaði á samtals 7 undir pari og átti 4 högg á þá sem næst kom, löndu sína Amy Chang. Í sigurlaun fékk NY  $585.000,-

NY var bara 10 ára þegar hún horfði á Se Ri Pak í sjónvarpinu sigra á US Women´s Open á Blackwolf Run. Sigurinn olli því að ný kynslóð kvenkylfinga í Suður-Kóreu vildi feta í fótspor fyrirmyndarinnar Pak og þeirri sem  svo sannarlega hefir tekist það er NY, sem í dag lyfti sigurbikarnum 14 árum á eftir aðalfyrirmynd sinni.

NY smellir kossi á sigurbikar US Women´s Open. Mynd: LPGA.

Í 3. sæti varð Sandra Gal frá Þýskalandi og 3 deildu 4. sætinu Ilhee Lee frá Suður-Kóreu, Shashan Feng frá Kína og Giulia Sergas frá Ítalíu.

Til þess að sjá úrslitin á US Women´s Open risamótinu SMELLIÐ HÉR: