Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2018 | 02:00

LPGA: Nelly Korda sigraði í 1. móti sínu – Swinging Skirts

Bandaríski kylfingurinn Nelly Korda sigraði á fyrsta LPGA móti sínu sl. helgi þ.e. Swinging Skirts LPGA Taiwan Championship, sem fram fór í Ta Shee Golf & Country Club í Taíwan, dagana 25.-28. október s.l.

Sigurskor Korda var samtals 13 undir pari, og átti hún 2 högg á þá sem varð í 2. sætinu, hina áströlsku Minjee Lee, sem lék samtals á 11 undir pari. Í 3. sæti varð síðan hin bandaríska Ryann O´Toole á samtals 10 undir pari.

Nelly Korda er yngri systir Jessicu Korda, sem einnig spilar á LPGA, en Nelly er fædd 28. júlí 1998 í Bradenton, Flórída og er því nýorðin 20 ára.  Þær eru 3. systratvenndin í sögu LPGA, sem þar sem báðar systur hafa sigrað á LPGA.

Eftir sigurinn sagði Nelly: „Í sannleika sagt get ég ekki komið orðum að þessu. Ég er ekki enn búin að ná þessu. Þetta er algjörlega einn af bestu dögum lífs míns. Ég get loksins hakað við þetta að hafa sigrað á LPGA móti, sem er nokkuð sem mig hefir dreymt um allt frá því að ég byrjaði að spila.“

Fyrir sigurinn fékk Nelly 330.000 dollara eða u.þ.b. 40 milljónir íslenskra króna.

Til þess að sjá lokastöðuna á Swinging Skirts SMELLIÐ HÉR: