Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2020 | 21:00

LPGA: Sagström enn m/ forystu f. lokahringinn

Hin sænska Madelene Sagström er enn með forystuna í Gainbridge LPGA at Boca Rio mótinu eftir 3. dag þ.e. fyrir lokahringinn.

Sagström er samtals búin að spila á 15 undir pari, 201 höggi (72 62 67).

Sagström er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á LPGA, en sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Sagström er hin japanska Nasa Hataoka.

Danielle Kang frá Bandaríkjunum og Sei Young Kim frá S-Kóreu deila síðan 3. sætinu á samtals 12 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á Gainbridge LPGA mótinu með því að SMELLA HÉR: