Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 21:00

LPGA: Sagström í forystu e. 62 högga 2. hring á Gainbridge mótinu

Það er sænski kylfingurinn Madelene Sagström sem er í efsta sæti í hálfleik á Gainbridge LPGA mótinu.

Heil 10 högga sveifla er milli hringja hjá Sagström en hún lék á 72 fyrsta dag og nú í dag á 62 glæsihöggum.

Samtals er hún því á 10 undir pari, 134 höggum (72 62).

Sagström er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á LPGA, en sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti er Solheim Cup kylfingurinn góði, Carlota Ciganda aðeins 1 höggi á eftir þ.e. samtals 9 undir pari.

Forystukona 1. dags, Jessica Korda, rann niður listann eftir slakan hring upp á 73 högg og er nú T-8.

Sjá má stöðuna á Gainbridge LPGA mótinu með því að SMELLA HÉR: