LPGA: Sei Young Kim kylfingur ársins
Það er Sei Young Kim frá S-Kóreu, sem er kylfingur ársins á LPGA árið 2020.
Hver hlyti titilinn í ár, varð ekki ljóst fyrr en eftir lokamót LPGA, CME Group Tour Championship, sem lauk sl. helgi.
Inbee Park var búin að vera efst á stigalista LPGA, en með glæsilegum T-2 árangri á CME tryggði Kim sér titlinn. Inbee náði aðeins að verða T-35 í mótinu.
Við þetta hlaut Kim 118 stig á stigalista LPGA, en Inbee varð í 2. sæti með 112 stig.
Sei Young Kim sigraði í tveimur LPGA mótum 2020, þ.e. KPMG PGA risamóti kvenna og Pelican Championship presented by DEX Imaging and Konica Minolta og náði þar að auki 3 topp-10 áröngrum í viðbót þ.e. á Diamond Resorts Tournament of Champions (T7), Gainbridge LPGA Boca Rio (5.) og Walmart NW Arkansas Championship presented by P&G (T5).
Eftir að ljóst var að Kim yrði leikmaður ársins sagði hún m.a. eftirfarandi í viðtali við fréttamann LPGA, aðspurð hvernig sér liði að hafa hlotið titilinn: „Mér líður vel. Ég er mjög stolt. Já þetta er frábært vegna þess að ég og Paul vinnum mikið og höfum verið frábær í ár. Ég er mjög þakklát öllum sem eru í kringum mig, eins og foreldrum mínum og svo þjálfara minum, herra Moon, og já og fjölskyldunni allri. Já, ég er mjög þakklát þeim öllum. “
Sei Young Kim var fyrir 5 árum, þ.e. 2015, valin Louise Suggs Rolex nýliði ársins.
Inbee Park hafnaði í öðru sæti á eftir Kim í valinu um „LPGA Rolex leikmann ársins“; hlaut eins og segir 112 stig. Árið 2020 sigraði Park á ISPS Handa Australian Open mótinu og lauk árinu með sjö topp-10 áröngrum til viðbótar í 13 mótum, þar á meðal landaði hún þrívegis 2. sætinu þ.e. á Diamond Resorts mótinu, KPMG Women’s PGA Championship og Volunteers of America Classic.
Danielle Kang varð þriðja með 87 stig, eftir tvo sigra, þ.e. á LPGA Drive On Championship – Inverness Club og Marathon LPGA Classic presented by Dana ásamt þremur topp-10 áröngrum í viðbót.
Hin virta viðurkenning „Rolex leikmaður ársins“ var fyrst veitt af LPGA árið 1966. LPGA kylfingar fá stig á hverju LPGA móti – sú sem sigrar flest og síðan fækkar stigunum eftir því sem neðar dregur. Stigahæsta stúlkan í lok keppnistímabilsins hlýtur síðan heiðursnafnbótina „Rolex leiðmaður ársins“ og glæsilegan bikar. Tvöföld sigurvegarastig eru veitt fyrir sigur í hverju af hinum fimm stóru risamótum LPGA – ANA Inspiration, KPMG Women’s PGA Championship, U.S. Women’s Open, AIG Women’s Open og the Evian Championship.
Aðalmyndagluggi: Sei Young Kim með „Rolex leikmaður ársins“ bikarinn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024