Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 10:15

LPGA: Stacy Lewis er kylfingur ársins – bandarískir kylfingar hafa unnið flest mót á LPGA 2012

Bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis hlýtur Rolex Player of the Year Award þ.e. verðlaun fyrir að vera kylfingur ársins. Stacy er fyrsti bandaríski kylfingurinn til þess að vinna til verðlaunanna frá því að Beth Daniel vann þau fyrir 18 árum, þ.e. 1994. Eftir sigurinn á Mizuno Classic í síðustu viku fylgdi Stacy glæsileikunum eftir með 4. sæti á Lorena Ochoa Invitational. Hún fer í næsta mót með 53 punkta forystu umfram Inbee Park, sem er í 2. sæti. Fyrir 1. sæti í móti fást 30 punktar.

Sigur Cristie Kerr í gær var 8. sigur bandarísks kylfings á LPGA á árinu og leiða Bandaríkin sem stendur hvað snertir flesta sigra á árinu, sbr.:

1-   U.S.A – 8 (Lewis 4, Korda, Stanford, Lang, og Kerr)
2-   Suður-Kórea – 7 (Jiyai Shin 2, Inbee Park 2, Yoo, Ryu, Na-Yeon Choi)
T3- Japan – 3 (Ai Miyazato 2, Mika Miyazato1).
T3- Taiwan – 3 (Yani Tseng 3)
5-   Noregur – 2 (Pettersen 2)
T6- Spánn -1 (Munoz)
T6- Kína 1 (Feng)
T6- Nýja-Sjaland  1 (Ko)