Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 08:00

LPGA: Stacy Lewis sigraði á Navistar LPGA Classic

Það var Stacy Lewis frá Bandaríkjunum sem sigraði á Navistar LPGA Classic á samtals 18 undir pari, 270 höggum (66 70 65 69).  Fyrir sigurinn hlaut Lewis tékka upp á $ 195.000,-

Lexi Thompson, sem átti titil að verja varð í 2. sætinu tveimur höggum á eftir Lewis þrátt fyrir frábæran lokahring upp á 66 högg. Ekki er laust við að hún hafi glutrað niður sigurvonunum með slökum hring á 3. degi upp á 74 högg.  Samtals spilaði Lexi á 16 undir pari, 272 höggum (63 69 74 66).

Angela Stanford, Haeji Kang og Mi Jung Hur deildu 3. sætinu á 15 undir pari og Sarah Jane Smith frá Ástralíu og Beatriz Recari frá Spáni ásamt 3 öðrum frá Suður-Kóru deildu 6. sætinu, á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Navistar LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: