Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 09:00

LPGA: Sun Ju Ahn sigraði í Japan í bráðabana

Það var suður-kórenaska stúlkan Sun Ju Ahn sem stóð uppi sem sigurvegari í Toto Japan Classic í morgun.

Ahn og landa hennar Jee Hee Li og bandaríska stúlkan Angela Stanford voru efstar og jafnar eftir hefðbundnar 72 holur.

Það varð því að koma til bráðabana.

Ahn sökkti fuglapútti þegar á 1. holu bráðabanans eftir að hafa slegið fullkomið 6u högg og vann þar með fyrsta LPGA sigur sinn.

Ég er mjög ánægð” sagði Ahn. „Ég hélt ekki að ég væri fær um að sigra í mótinu en þetta kom virkilega á óvart og ég er mjög ánægð.“

Þetta er 27. alþjóðlegi sigur Ahn (1 LPGA, 19 JLPGA og 7 KLPGA) og hún fær tækifæri til þess að spila á LPGA á næsta keppnis- tímabili.

Til þess að sjá lokastöðuna á Toto Japan Classic SMELLIÐ HÉR: