LPGA: Valdís Þóra hefur leik í nótt á IPS Handa Vic Open í Ástralíu
Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, fær tækifæri á atvinnumóti á bandarísku LPGA-mótaröðinni í þessari viku.
Mótið heitir ISPS Handa Vic Open en leikið er í Victoria. Þetta er annað árið í röð þar sem Valdís Þóra keppir á þessu móti. Í fyrra endaði hún í 57. sæti og komst í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi.
Mótið er með nýstárlegu fyrirkomulagi þar sem að atvinnukonur og karlar keppa á sama tíma á þessu móti. Karlar af Evrópumótaröðinni og áströlsku mótaröðinni keppa á sama tíma á sömu keppnisvöllum. Tveir vellir eru notaðir á þessu sameiginlega móti og eru keppendur alls um 300. Verðlaunaféð er það sama hjá konum og körlum.
Valdís verður í ráshóp með Charlotte Thomas og Ingrid Gutierrez Nunez fyrstu tvo keppnisdagana.
Mótið er samstarfsverkefni LPGA og áströlsku mótaraðarinnar en Valdís tryggði sér keppnisrétt á síðarnefndu mótaröðinni nýverið. Mótið fer fram dagana 7.-10. febrúar.
Valdís fer af stað kl. 02:40 að íslenskum tíma aðfaranótt fimmtudagsins 7. febrúar eða kl. 13:40 að staðartíma í Viktoríufylki í Ástralíu. Hún leikur á Beach vellinum fyrsta hringinn.
Á öðrum keppnisdegi hefur hún leik kl. 8:40 á Creek vellinum eða kl. 21.40 að kvöldi fimmtudagsins 7. febrúar að íslensku tíma.
Valdís Þóra komst inn á mótið í fyrra með frábærum árangri á 18. holu úrtökumóti þar sem að 100 keppendur kepptu um þrjú laus sæti á mótið. Valdís endaði í efsta sæti ásamt tveimur öðrum keppendum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var einnig á meðal keppenda í fyrra en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var í fyrsta sinn sem tveir íslenskir kylfingar léku á sama mótinu á LPGA.
Hér er hægt að fylgjast með skori keppenda á ISPS Handa mótinu SMELLIÐ HÉR:
Valdís Þóra skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sína:
„Góðan og blessaðan daginn,
Vic Open hefst í fyrramálið og ég á rástíma kl 13:40 af 10unda teig á Beach vellinum. Fyrstu tvo dagana spilum við sitthvorn hringinn á annars vegar Beach vellinum og hins vegar Creek vellinum. Ég á rástíma kl 8:40 á Creek vellinum á föstudaginn. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni sem og þeirri Áströlsku en einnig eru hér strákar af Evróputúr Karla og Ástralska karlatúrnum. Allt í allt eru rúmlega 300 leikmenn sem spila næstu tvo daga. Eftir föstudaginn er skorið niður í Topp 65 í karla og kvennaflokki og eftir þriðja daginn verður skorið niður í hopp 35.
Vic open mótið er eitt af skemmtilegustu mótum sem ég hef spilað á síðustu tvö ár en þá var það hluti af Evrópumótaröðinni. Hér eru karla og kvennaholl til skiptis í rástímum og við spilum uppá jafn mikið verðlaunafé í báðum flokkum 😍🙌🏽
Þið getið fylgst með skorunum á www.lpga.com (Innskot eða með því að smella á „SMELLIÐ HÉR“ hér að ofan 🙂 )
Hello everybody,
The Vic Open starts tomorrow and I’m teeing off at 1:40 pm local time off the 10th on the Beach Course. The first two days we play one round on the Beach course and one round on the Creek course. On Friday I tee off on the Creek course at 8:40 am local time. The tournament is part of the LPGA and the ALPG tours but we also have guys from the European Tour and men’s Australian tour competing. Overall we have just over 300 players playing on the first two days then after the second day there is a cut to top 65 and then after the third day there will be a cut to the top 35 players in each group.
The Vic Open has been one of the most fun tournaments I’ve played the past two years but it used to be part of the ladies European tour. We’ve got men and women on alternating tee times playing for the same prize money! 😍🙌🏽
You can follow the scores on the link below.“
Í aðalmyndaglugga: Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Tristan Jones (LET)
Texti: GSÍ og Valdís Þóra Jónsdóttir.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024