Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2014 | 03:00

LPGA: Webb sigurvegari JTBC!

Það var ástralska golfdrottningin Karrie Webb, sem stóð uppi sem sigurvegari í JTBC Founders Cup, sem fram fór í Wildfire golfklúbbnum í Phoenix, Arizona.

Webb lék samtals á 19 undir pari, 269 höggum (66 71 69 63) eftir glæsilokahring upp á 63 högg!!!

Á hringnum fékk Webb 10 fugla og 1 skolla, þ.á.m. 4 fugla í röð á 13.-16. holu!!!  Fyrir sigurinn fékk Webb $225.000,-

Í 2. sæti urðu 5 kylfingar, allar 1 höggi á eftir Webb þ.e. á samtals 18 undir pari, 270 hver en þetta voru þær Lydia Ko, Stacy Lewis, Azahara Muñoz, Amy Yang og Mirim Lee. Hver þeirra hlaut $ 85.895,- í verðlaunafé.

Til þess að sjá lokastöðuna á JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR: