Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2019 | 09:00

LPGA: Wie á 84 höggum e. 1. dag KPMG risa- mótsins – ekki viss hversu mikið hún eigi eftir

Michelle Wie hefir átt í þrálátum meiðslum á hægri hendi og er nú með úlnliðsmeiðsli, sem háðu henni mjög á KPMG risamótinu, sem lauk sl. sunnudag með sigri ástralska golfstirnisins Hönnuh Green.

Eftir 1. dag var hún langlægst atvinnukylfinga á skortöflunni með skor upp á 12 yfir pari, 84 högg.

Það var e.t.v. svolítið heimskulegt að halda að ég myndi slá virkilega vel þar sem ég var bara að slá bolta sl. viku (fyrir mótið). Þetta er erfiður völlur en ég er virkilega, virkilega ánægð að ég spila. Það er mikil gleði að bara vera úti þarna og vitið þig að keppa aftur. Þetta á eftir að taka tíma og ég verð bara að vera þolimóð […]“ sagði Wie

Þetta er erfitt,“ sagði Wie ennfremur. „Þetta er bara ein af þessum aðstæðum þar sem ég er ekki, vitið þið, ég er ekki viss um hversu mikið ég á eftir, en jafnvel á slæmum dögum, þá er ég bara að reyna að njóta þess. En það er erfitt.“

Wie gekkst undir aðgerð á hægri hendi sinni í október 2018  – hún var komin aftur á LPGA 4 mánuðum síðar – en aðeins í 2. móti sínu eftir að hún kom aftur varð hún að draga sig úr HSBC Women´s heimsmótinu – vegna verkjar í hendinni.

Hún sneri aftur nokkrum vikum síðar en komst ekki í gegnum niðurskurð á ANA Inspiration fyrsta risamóti ársins og átti erfitt sl. apríl á LOTTE Championship, þannig að hún ákvað að taka sér frí.

Nú ákvað hún hins vegar að skella sér beint í 3. risamót ársins hjá konunum KPMG Ladies PGA Championship risamótinu og komst enn á ný ekki í gegnum niðurskurð varð 3. neðst á samtals 22 yfir pari (84 82). (Bætti sig þó um 2 högg á seinni hring!!!)

Erfitt að eiga við þrálát meiðsl og auðvelt að bara gefast upp.