Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2012 | 03:45

LPGA: Yani Tseng efst eftir 2. dag á Kia Classic

Það er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng frá Taíwan sem er í 1. sæti á Kia Classic í Carlsbad, Kaliforníu. Yani er búin að spila á samtals -9 undir pari, samtals 135 höggum (67 68) og hefir 2 högga forystu á þá sem næst kemur.

Það er Se Ri Pak frá Suður-Kóreu, sem er á samtals -7 undir pari, 137 höggum  (71 66).

Þriðja sætinu deila síðan 4 stúlkur: Caroline Hedwall frá Svíþjóð, Jodi Ewart frá Englandi, Alison Walshe frá Bandaríkjunum og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jiyai Shin frá Suður-Kóreu. Þær eru allar búnar að spila á samtals -5 undir pari hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Kia Classic smellið HÉR: