Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2012 | 06:41

LPGA: Yani Tseng leiðir þegar Kraft Nabisco risamótið er hálfnað

Það er hin ótrúlega Yani Tseng, frá Taíwan, sem tekið hefir forystuna á Kraft Nabisco risamótinu, í Rancho Mirage í Kailforníu. Yani er búin að spila á 136 höggum (68 68) þ.e. -8 undir pari.

Á blaðamannafundi eftir 2. hring sagði Yani m.a. að hún hyggðist fara að spila körfubolta en um hringinn hafði hún eftirfarandi að segja: „Mér finnst virkilega gaman að spila á þessum velli og skemmti mér alltaf vel. Golfvöllurinn er mjög krefjandi. Maður verður að vera á braut til þess að gefa sjálfum sér fleiri fuglasjénsa.“

Í 2. sæti og aðeins 1 höggi á eftir er Haejl Kang frá Suður-Kóreu. Í 3. sæti eru síðan landa Kang, Sun Young Yoo og hin ástralska Lindsey Wright enn öðru höggi á eftir Yani.

Í 5. sæti eru síðan 3 kylfingar m.a. Karin Sjödin frá Svíþjóð á samtals -5 undir pari, samtals 139 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Kraft Nabisco smellið HÉR: