Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2011 | 13:01

LPGA: Yani Tseng leiðir fyrir lokadaginn í Taíwan

Það er „heimakonan“ Yani Tseng og leikmaður ársins á PGA 2011 sem leiðir á Sunrise mótinu.

Yani var sú eina í dag af keppendum Sunrise, sem spilaði undir 70 höggum, kom í hús á glæsilegum 67 höggum og hefir tekið 2 högga forystu.

Samtals er Yani á -10 undir pari, 206 höggum (68 71 67).

Forystukonurnar frá því í gær koma í næstu sætum, hin sænska Anna Nordqvist er í 2. sæti á samtals -8 undir pari, 208 höggum (69 68 71).

Í 3. sæti er Azahara Muñoz, höggi á eftir Önnu.

Til þess að sjá stöðuna í Sunrise-mótinu fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun smellið HÉR: