Lucas Glover slasaðist á brettaborði á Hawaii
Bandaríski kylfingurinn Lucas Glover hefir ekki verið mikið í golffjölmiðlum að undanförnu… ja nema ef vera skyldi vegna þróunar á skegginu hans, sem hann hefir verið að safna, s.s. sést á myndinni hér að ofan.
Hann er þó einn þeirra sem hafa þátttökurétt á fyrsta móti PGA mótaraðarinnar 2012, Hyundai Tournament of Champions, sem hefst á Kapalua á Hawaii í dag. Þátttökurétt í mótinu hafa einungis þeir, sem unnið hafa mót á PGA Tour, árinu áður, en Lucas tókst einmitt að landa einum sigri á Wells Fargo Championship í Quail Hollow, 2011. Alls hefir Lucas Glover sigrað 3 sinnum á PGA Tour, þ.á.m. Opna bandaríska risamótið 2009.
Nú er hins vegar tvísýnt um hvort hann geti spilað því hann er tognaður á hægra hné eftir slys á brettaborði, sem eru bretti án segls.
„Ég bara datt af brettinu,“ sagði Glover í gær. „Ég hef gert það þúsund sinnum.“
Einfalt fall í sjóinn er ekki slæmt en þetta fall var ógæfulegra því líkaminn fór í eina átt en hnéð í hina og beyglaðist undir honum þannig að það tognaði, þegar Lucas missti jafnvægið.
„Ég vissi strax að ég hefði meitt mig. Ég var bara ekki viss um hversu alvarlegt þetta væri.“
Rannsóknir á hnénu klukkustund síðar leiddu í ljós að um tognun væri að ræða. Lucas var með íspoka á hnénu allan tímann frá slysinu og kom í gær til þess að taka þátt í pro-am hluta mótsins. Á æfingasvæðinu kom í ljós að hann gat ekki með nokkru móti flutt þunga sinn frá hægri hliðinni, þannig að hann varð að draga sig úr mótinu. Stephen Ames kom í hans stað.
Lucas Glover hefir ekki gefið upp vonina um að spila í dag. „Ef þið hefðuð miðað byssu að höfðinu á mér þá gæti ég hafa spilað, en ég held bara ekki að það hefði verið árangursríkt,“ sagði Glover. „Ef ég á að spila í dag þá varð ég að hvílast í gær. Mér fannst leitt að missa af pro-am-inu, ég hef aldrei látið mig vanta. Ég verð a.m.k. 50% í lagi í dag. Til þess að hækka prósentuna varð ég að hvílast í gær.“
Ef Glover er hins vegar ekki búinn að ná sér, er þetta 2. árið í röð sem sigurvegari úr US Open risamótinu dettur úr keppni – í fyrra var það Ástralinn Geoff Ogilvy, sem var heilan mánuð frá keppni vegna þess að hann skar sig á kóral meðan hann var að kafa í Hawaii.
Og jafnvel þótt hann keppi ekki er hann ekkert á förum frá Hawaii. Foreldrar hans flugu nefnilega frá Suður-Karólínu í fyrradag (miðvikudaginn 4. janúar 2012) til þess að fylgjast með syninum. „Þau hafa ekki komist í frí sem þetta í 20 ár,“ sagði Lucas „Ég ætla að vera með þeim þó ekki sé til neins annars. Ég er ekkert of niðurdreginn yfir þessu. En ég hata að koma hingað og fá ekki að keppa….“
Lucas Glover er nú í 69. sæti heimslistans og á dagskrá hjá honum er að spila öll mót á mótskrá PGA nema Humana Challenge sérstaklega til þess að fá þátttökurétt á heimsmeistaramótum snemma á árinu á mótum í Arizona og Miami.
Heimild: Golf Digest
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024