Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2011 | 16:00

Luke Donald:„Rory McIlroy er hæfileikaríkasti kylfingurinn.“

Tiger Woods er besti kylfingur sem Luke Donald hefir nokkru sinni spilað við en Rory McIlroy sá hæfileikaríkasti.

Bretinn, sem er nr.1  heimslistanum bar kylfingana tvo saman á miðvikudaginn (í gær) áður en Dubai World Championship hófst, en hann dró ummælin tilbaka í dag þegar hann sagði á Twitter að hann hefði ekki ætlað að vanvirða Woods.

„Það er nokkrir sem skilja ekki hvað ég meinti. Orðið „hæfileikar“ og Rory, þýðir í mínum huga frjáls sveifla, þar sem allt virðist auðvelt,“ tweetaði Luke. „TW (Tiger) hefir alltaf verið sá besti til þess að setja boltann niður þegar það skipti mestu máli. Það eru ekki bara hæfileikar það er eitthvað annað og meira til.“

Luke tweetaði aftur stuttu seinna að Tiger væri „enn besti kylfingur sem hann hefði spilað við.“

En í gær (miðvikudag) virtist Luke meina eitthvað annað. Aðspurður hvort McIlroy væri besti kylfingur sem hann hefði spilað við, þ.m.t. Tiger, sagði Luke að hinn 22 ára Norður-Íri væri á toppi listans.

„Ég hugsa að svo sé. Ef talað er um hreina hæfileika,“ sagði Luke Donald. „Mér finnst vinnusiðferði Tiger alltaf hafa verið gífurlegt og hugarfarið hjá honum líka. Ég held að hugarfar hans hafi aðskilið hann frá hinum þegar hann var á toppnum. En talandi um hæfileika, þá held ég að Rory hafi meiri hæfileika.“

hugasemdir Luke voru látnar falla eftir að Tiger vann Chevron World Challenge á sunnudaginn og lauk þar með 2 ára sigurleysi.

Sigri hans var fagnað af mörgum toppkylfingum, þ.á.m. McIlroy, sem sagði að hann myndi fagna því að mæta Woods núna þegar hann væri farinn að sýna merki um að hann væri að komast í sitt gamla form. Nr. 3 í heiminum, Lee Westwood fagnaði líka endurkomu Tiger og kallaði hann „stærsta nafnið í golfinu og hugsanlega eitt af stærstu nöfnunum í íþróttum á heimsvísu.“