Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 07:00

Luke Donald kylfingur ársins – Keegan Bradley nýliði ársins

Luke Donald var valinn kylfingur ársins á PGA TOUR og kom fáum á óvart og nýliði ársins var valinn Keegan Bradley.

Það voru félagar þeirra  á PGA TOUR sem kusu þá.

„Af hálfu PGA TOUR óska ég Luke og Keegan til hamingju með verðskulduð afrek þeirra á árinu 2011,“ sagði framkvæmdastjóri PGA TOUR, Tim Finchem. „Báðir kylfingar sýndu umtalsverðan og áhrifamikinn leik á árinu og kjörið endurspeglar þá virðingu, sem félagar þeirra bera fyrir þeim.“

LUKE DONALD -Kylfingur ársins á PGA TOUR

Donald
Donald

Luke Donald, sem varð 34 ára 7. desember er fyrsti kylfingurinn frá Englandi sem er valinn kylfingur ársins á PGA TOUR frá því fyrst var farið að veita viðurkenninguna 1990.

Luke vann World Golf Championships-Accenture Match Play Championship og the Children’s Miracle Network Hospitals Classic árið 2011.Hann var aldrei undir í neinum af 6 leikjum sínum á the Accenture Match Play Championship, þ.á.m. 3&2 lokasigri sínum á Martin Kaymer.

„Þetta er mikill heiður í lok þess sem augljóslega hefir verið frábært ár hjá mér,“ sagði Luke eftir að tilkynnt var að hann hefði hlotið viðurkenninguna.

Finchem sagði að Luke væri „augljóslega besti kylfingur þessa árs.“

Sigur Luke Donald’ í the Children’s Miracle Network Classic varð til þess að hann vann peningatitilinn á PGA með samtals verðlaunafé upp á $6,683,214, og þ.a.l. Arnold Palmer Award. Hann vann líka Byron Nelson Trophy og Vardon Award fyrir lægsta meðaltals skor (68.86).

Luke er sem stendur nr. 1 á heimslistanum, hann varð alls 14 sinnum meðal efstu 10 í 19 mótum sem hann tók þátt í og þar af varð hann í 2. sæti á: RBC Heritage (umspil) og the World Golf Championships-Bridgestone Invitational (T2). Í annað árið í röð varð Donald þriðji í FedExCup, og varð þrívegis meðal efstu 5 í 4 af leikjum (umspilum) PGA Tour Playoff í FedExCup.

Donald sem hlýtur Jack Nicklaus Trophy sem kylfingur ársins var valinn umfram aðra sem til greina komu þ.á.m.: Keegan Bradley, Bill Haas, Webb Simpson og Nick Watney.

Kylfingar ársins frá því verðlaunin voru fyrst veitt 1990 eru:
1990 Wayne Levi
1991 Fred Couples
1992 Fred Couples
1993 Nick Price
1994 Nick Price
1995 Greg Norman
1996 Tom Lehman
1997 Tiger Woods
1998 Mark O’Meara
1999 Tiger Woods
2000 Tiger Woods
2001 Tiger Woods
2002 Tiger Woods
2003 Tiger Woods
2004 Vijay Singh
2005 Tiger Woods
2006 Tiger Woods
2007 Tiger Woods
2008 Padraig Harrington
2009 Tiger Woods
2010 Jim Furyk
2011 Luke Donald

 

KEEGAN BRADLEY — Nýliði ársins á PGA TOUR 

Bradley
Bradley

Keegan Bradley, 25 ára, sigraði í umspili á HP Byron Nelson Championship og í PGA Championship risamótinu og varð því fyrsti nýliðinn til þess að vinna 2 sigra á 1. ári sínu á túrnum frá því Todd Hamilton tókst það árið 2004.

Með sigri sínum í umspili gegn Jason Dufner í Atlanta Athletic Club á PGA Championship varð Keegan fyrsti kylfingurinn til að sigra risamót í fyrstu tilraun frá því Ben Curtis tókst það 2003.

„Ég er ánægður að sigra titilinn nýliði ársins,“ sagði Bradley í gær eftir tilkynninguna og bætti við: „Þetta eru verðlaun sem aðeins er hægt að vinna einu sinni og aðeins er tækifæri til að vinna 1 sinni. Þetta er gríðarstór heiður (sem mér er sýndur).“

Á keppnistímabilinu varð kylfingurinn frá Vermont (Keegan Bradley) 4 sinum meðal efstu 10 af þeim 29 mótum sem hann tók þátt í og varð í 20. sæti á FedExCup stigalistanum. Bradley er 4. nýliðinn til þess að keppa til úrslita á lokamóti FedExCup, TOUR Championship, en öðrum nýliðum sem tekist hefir hið sama eru Brandt Snedeker (2007); Andres Romero (2008) og Marc Leishman (2009).

Aðrir kylfingar sem tilnefndir voru til að hljóta nýliðatitilinn voru: Chris Kirk, Charl Schwartzel, Scott Stallings, Brendan Steele og Jhonattan Vegas.

Nýliðar ársins frá því verðlaunin voru fyst veitt 1990:
1990 Robert Gamez
1991 John Daly
1992 Mark Carnevale
1993 Vijay Singh
1994 Ernie Els
1995 Woody Austin
1996 Tiger Woods
1997 Stewart Cink
1998 Steve Flesch
1999 Carlos Franco
2000 Michael Clark II
2001 Charles Howell III
2002 Jonathan Byrd
2003 Ben Curtis
2004 Todd Hamilton
2005 Sean O’Hair
2006 Trevor Immelman
2007 Brandt Snedeker
2008 Andres Romero
2009 Marc Leishman
2010 Rickie Fowler
2011 Keegan Bradley

Heimild: PGA TOUR