Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 17:17

Lydía Ko ánægð þrátt fyrir slakan endi á 1. US Open risamótinu hennar

Hin 15 ára Lydía Ko frá Nýja-Sjálandi, yngsti kylfingur til að hafa sigrað á atvinnumannamóti (hvort heldur karla eða kvenna) tók þátt í fyrsta risamóti sínu nú um helgina …. US Women´s Open…. og náði markmiði nr. 1: að komast í gegnum niðurskurð.

Hins vegar var endirinn fremur slakur: Hún var 3 undir pari á lokahringnum, þegar hún fór á 16. teig en fékk slæman skramba á þá par-5 holu, en þetta var önnur 7-an hennar á þessari holu í mótinu. Síðan kom skolli á par-3 17-holunni og þrefaldur skolli á par-4, 18. holunni (7 högg), Kemur fyrir bestu kylfinga!!!!…. og þar að auki eru lokaholurnar á Blackwolf Run golfvellinum í Kohler gríðarlega erfiðar.

Þessar 3 lokaholur kostuðu Lydiu topp-20 sæti, þ.e. hún deildi 18. sætinu fyrir ósköpin á 3 lokaholunum, en lauk keppni í 39. sæti sem hún deildi með öðrum á 12 yfir pari (74 72 79 75).

Þrátt fyrir að þetta væri svekkjandi var Ko kát, því hún sagðist hafa lært margt m.a. „að slá mismunandi högg og að hafa stjórn á stressi og fást við stress.“ Eins sagði hún að veðrið hefði verið heitt og rakt, allt öðruvísi en á Nýja Sjálandi og hún hefði þurft að fást við það.

Næsta mót sem Ko spilar á er US Amateur en þess mætti geta að Ko hlaut verðlaun á risamótinu fyrir að vera sá áhugamaður sem stóð sig best!

Heimild: stuff.co.nz