Lydia Ko sigraði á Australian Women´s Amateur Championship
Lydia Ko, 14 ára, tryggði stöðu sína sem fremsti áhugakvenkylfingur heims með sigri á Breanna Elliott í Melbourne, Ástralíu í dag, 22. janúar 2012 (munið Ástralir eru 11 tímum á undan okkur og meðan klukkan hjá okkur á Íslandi er 11:00 þegar þetta er birt þá er klukkan 22:00 að kvöldi hjá þeim í Melbourne).
Hin 14 ára Lydia frá North Harbour byrjaði af krafti á 36-holu lokadeginum í Woodlands Golf Club og hafði að lokum betur gegn Elliott 4 & 3 og varð þar með yngst til að sigra þetta mót (Australian Women´s Championship), sem fyrst var haldið árið 1894.
Ko vann höggleiksþátt mótsins 2011 áður en hún datt úr keppni í fjórðungsúrslitum í holukeppni, varð fyrsti Nýsjálendingurinn til að vinna titilinn frá því Jan Higgins tókst það árið 1989.
Hún er líka sú fyrsta utan Ástralíu til að sigra mótið í 17 ár, en síðast þegar einhver utan Ástralíu vann titilinn var það enska stúlkan Julie Hall árið 1995.
Að vera kunnug staðháttum dugði Elliott ekkert gegn Ko, en Lydía Ko lenti aðeins 1 sinni í vandræðum í gær í fjórðungsúrslitunum í leik sínum gegn Tilly Poulsen. Í dag tók hún forystuna strax á 1. holu.
Þrír fuglar og par hjálpuðu henni (Lydíu Ko) til að byggja upp 5 holu forystu og það var ekki fyrr en á 9. braut sem Elliott tókst að sigra holu með fugli.
Lydía náði holunni tilbaka á 10. en tapaði 11. en eftir það var leikur hennar sterkur.
[…]
Lydía Ko tekur næst þátt í NSW Open í Oatlands Golf Club í Sydney, sem hefst n.k. föstudag. Í fyrra varð hin 13 ára Ko í 2. sæti á eftir nýliða og kylfingi ársins 2011 á LET, Caroline Hedwall. Það verður spennandi að sjá hvað Ko gerir næstu helgi og hvort Hedwall nái að verja titil sinn.
Heimild: Stuff.co.nz
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024