Madelene Sagström varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn
Sænski kylfingurinn Madelene Sagström hefur opinberað að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi sem barn og vonar að með því að tjá sig geti hún hjálpað öðrum í sömu aðstöðu að takast á við áfallið.
Sagström, sem er í 48. sæti á Rolex heimslista kvenkylfinga, sagði að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi af fullorðnum karlkyns vini í Svíþjóð þegar hún var 7 ára, en hún hafi haldið því leyndu í 16 ár.
Sagström, sem í dag er 28 ára, sagðist fyrst hafa deilt sögu sinni árið 2016 með leiðbeinanda sínum Robert Karlsson fyrrum leikmanni Ryder, bikarsins sem hún hitti í gegnum sænska landsliðið.
„Í 16 ár lét ég eins og ekkert hefði gerst,“ sagði Sagström á vefsíðu LPGA Tour.
„Ég sökkti mér í golf. Golf varð bjargvættur minn. Og þegar ég spilaði vel var allt í lagi.“
„Það sem ég áttaði mig ekki á var að mér líkaði einfaldlega ekki við hver ég var. Öll þessi ár kenndi ég sjálfri mér um. Ég hataði sjálfa mig. Ég fyrirleit líkama minn og meiddi mig bæði andlega og líkamlega. Þessi dagur ásótti mig.“
„Að segja Robert var stærsta lausn sem ég hef fengið. Það er ástæðan að ég vann þrisvar sinnum árið 2016 og fékk LPGA Tour kortið. Mér fannst ég ekki vera að fela mig lengur.„
Sagström sagði síðar fjölskyldu sinni og öðrum í kringum hana frá því sem gerðist, sem hún lýsti sem „upphafi nýs kafla“ í lífi hennar.
„Daginn sem ég deildi leyndarmálinu mínu brotnuðu allir veggir mínir,“ sagði hún. „Það hefur tekið tíma að finna rödd mína og hugrekki til að deila reynslu minni.“
„En ef ég snerti aðeins eitt líf með því að segja sögu mína, þá mun þetta allt vera þess virði.“
Í aðalmyndaglugga: Madelene Sagström og Robert Karlsson.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024