Manassero heitir því að snúa aftur til Ástralíu
Ítalski unglingurinn Matteo Manassero hefir lokið leik á JBWere Australian Masters í Victoria Golf Club og vonast eftir að geta snúið aftur til Ástralíu sem fyrst.
Jafnvel þó Manassero hafi ekki alveg staðið undir væntingum, þá lauk hann leik á ágætisskori 68 höggum, þar sem hann fékk m.a. 4 fugla og örn og var samtals á -1 undir pari.
Nr. 58 á heimslistanum (Matteo Manassero) sagðist hafa skemmt sér á Masters og vonaðist til að fá meiri tíma til að spila í Ástalíu í framtíðinni.
„Ég kom hér í mesta flýti vegna þess að ég var að spila í Dubai í síðustu viku,“ sagði Manassero eftir lokahringinn.
„En ég er virkilega ánægður að hafa fengið þessa reynslu. Þetta hefir verið gaman í Melbourne og ég vonast til að koma aftur.“
Manassero viðurkenndi að hann hefði átt í erfiðleikum með hröðu flatirnar á strandvellinum.
„Það var erfitt að lesa þær … en ég gerði líka mistök,“ sagði hann. „Ég spilaði vel, en náði ekki að setja niður mörg pútt.“
Það var fyrsti hringurinn upp á 76 högg sem eyðilagði möguleika Manassero á að verða meðal þeirra efstu, en frábært skor hans á föstudaginn upp á 67 högg og skorið í dag (68 högg) veitti innsýn í þá miklu hæfileika hans, sem hefir verið mörgum undrunarefni í golfheiminum síðustu misseri.
Manassero er yngsti sigurvegari á Evróputúrnum – hann vann Castello Masters í október 2010 og síðan Malaysian Open í apríl á þessu ári. Þessir 2 sigrar ásamt topp-10 árangri í BMW PGA Championship og á Italian Open urðu til þess að Matteo Manassero komst svo hátt sem í 29. sæti heimslistans. Þessi ítalski strákur (Manassero) hefir heitið sér því að verða stöðugri 2012 og ná aftur sæti meðal 50 efstu á heimslistanum.
„Ég vil komast aftur meðal topp-50 og róa leik minn aðeins,“ sagði hann. „Ég er svo nálægt því á stundum en gengur vel og illa hring eftir hring. Ég vil bara verða aðeins stöðugri, líkt og ég var í upphafi þessa árs.“
Heimild: PGA Tour of Australasia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024