AUGUSTA, GEORGIA – APRIL 10: Matt Wallace of England poses with girlfriend Chelsie Joce during the Par 3 Contest prior to the Masters at Augusta National Golf Club on April 10, 2019 in Augusta, Georgia. (Photo by Andrew Redington/Getty Images) ORG XMIT: 775301642 ORIG FILE ID: 1141773464
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2019 | 14:00

Masters 2019: Matt Wallace sigraði í Par-3 keppninni

Það var Matt Wallace, sem sigraði í hinu hefðbundna par-3 móti fyrir Masters.

Aldrei í sögu Masters hefir það gerst að sigurvegari í par-3 mótinu beri síðan sigur úr býtum í sjálfu Masters risamótinu.

Par-3 mótið fer alltaf fram daginn fyrir eiginlega risamótið og í ár var það miðvikudaginn 10. apríl 2019.

Par-3 mótið er skemmtilegt mót þar sem atvinnukylfingarnir láta oftar en ekki kærustur, eiginkonur eða jafnvel börnin sín klæðast hvíta Masters kylfuberagallanum og bera kylfurnar fyrir sig.

Sjá hér að neðan mynd af æsku Bandaríkjanna í atvinnugolfinu leika sér: Rickie Fowler, Jordan Spieth og Justin Thomas ásamt kærustum og eiginkonum í Par-3 mótinu fyrir Masters:

Í ár var baráttan um sigurinn e.t.v. harðari en oft áður.

Matt Wallace kom nefnilega í veg fyrir að gamla brýnið Sandy Lyle næði par-3 titlinum í sögulegt 3. sinn, en Lyle landaði 2. sætinu, eftir 3 holu bráðabana þar sem Wallace hafði betur með fugli! Masters sigurvegarinn 1988 Lyle var að reyna að jafna met Padraig Harrington um 3 sigra í par-3 mótinu, en tókst ekki.

Jafnir í 3. sæti í par-3 mótinu, á 4 undir pari, hver, urðu Bubba Watson, Martin Kaymer og 19 ára bandarískur áhugamaður Devon Bling.