Masters 2019: Matt Wallace sigraði í Par-3 keppninni
Það var Matt Wallace, sem sigraði í hinu hefðbundna par-3 móti fyrir Masters.
Aldrei í sögu Masters hefir það gerst að sigurvegari í par-3 mótinu beri síðan sigur úr býtum í sjálfu Masters risamótinu.
Par-3 mótið fer alltaf fram daginn fyrir eiginlega risamótið og í ár var það miðvikudaginn 10. apríl 2019.
Par-3 mótið er skemmtilegt mót þar sem atvinnukylfingarnir láta oftar en ekki kærustur, eiginkonur eða jafnvel börnin sín klæðast hvíta Masters kylfuberagallanum og bera kylfurnar fyrir sig.
Sjá hér að neðan mynd af æsku Bandaríkjanna í atvinnugolfinu leika sér: Rickie Fowler, Jordan Spieth og Justin Thomas ásamt kærustum og eiginkonum í Par-3 mótinu fyrir Masters:
Í ár var baráttan um sigurinn e.t.v. harðari en oft áður.
Matt Wallace kom nefnilega í veg fyrir að gamla brýnið Sandy Lyle næði par-3 titlinum í sögulegt 3. sinn, en Lyle landaði 2. sætinu, eftir 3 holu bráðabana þar sem Wallace hafði betur með fugli! Masters sigurvegarinn 1988 Lyle var að reyna að jafna met Padraig Harrington um 3 sigra í par-3 mótinu, en tókst ekki.
Jafnir í 3. sæti í par-3 mótinu, á 4 undir pari, hver, urðu Bubba Watson, Martin Kaymer og 19 ára bandarískur áhugamaður Devon Bling.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024