Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2019 | 07:00

Masters 2019: Norðmaðurinn Victor Hovland var með lægsta skor áhugamanna!!!

Norski kylfingurinn Viktor Hovland, sem spilar með liði Oklahoma State í bandaríska háskólagolfinu, skrifaði sig í sögubækurnar í gær  í Augusta National golfklúbbnum í Augusta, Georgia.

Hovland er fyrsti Norðmaðurinn sem spilar á Masters og hann var á 1 undir pari á lokahringnum og lauk keppni á samtals 3 undir pari og hafði 1 höggi betur en Alvaro Ortiz, sem spilar með Arkansas í keppni um hver yrði með lægsta skor áhugamanna.

Hovland í Butlers Cabin með Tiger eftir sigur þess síðarnefnda í 83. Masters risamótinu

Hovland spilaði á samtals 285 höggum (72, 71, 71, 71) og lauk keppni á Masters risamótinu T-32 og það í fyrsta risamóti sínu!!!

Hann er fyrsti kúrekinn (ens: Cowboy – en svo nefnist skólalið Oklahoma State) til þess að ná að vera með lægsta skor áhugamanna frá því að Jordan Niebrugge náði þeim árangri á Opna breska 2015.

Það hafa verið 6 kylfingar sem náð hafa þessum árangri (lægsta skor áhugamanns) sem síðan hafa snúið aftur á Masters og sigrað mótið, en þeir eru: Cary Middlecoff, Jack Niklaus, Ben Crenshaw, Phil Mickelson, Tiger Woods og Sergio Garcia.

Það er vonandi að Hovland verði í framangreindum hópi í framtíðinni! Glæsilegt hjá þessum unga Norðmanni!!!

Aðrir fyrrum kúrekar sem stóðu sig ágætlega á Masters í ár. Rickie Fowler stóð sig kúreka best, varð T-9 á samtals 10 undir pari, 3 höggum á eftir Tiger. Charles Howell III var líkt og Hovland á 3 undir pari og Kevin Tway var höggi á eftir þeim og T-36. Alex Norén, sem einnig er kúreki var á samtals 8 yfir pari og varð T-62.

Hovland sigraði á U.S. Amateur 2018 og það skýrði þátttöku hans í Masters risamótinu, en skv. hefðinni hlýtur sigurvegari US Amateur þátttöku- rétt á Masters risamótinu.

Aðrir áhugamenn, sem kepptu á 83. Masters mótinu, nú í ár voru:

Alvaro Ortiz frá Mexíkó varð T-36 á samtals 2 undir pari.

Devon Bling frá Bandaríkjunum varð í 55. sæti á samtals 3 yfir pari.

Takumi Kanya frá Japan varð T-58 á samtals 5 yfir pari.

Jovan Rebula frá S-Afríku (og frændi Ernie Els) og bandaríski kylfingurinn Kevin O´Connell, komust ekki í gegnum niðurskurð.