Masters 2019: Öryggisvörður rann á Tiger! – Myndskeið
Tiger Woods er einn af vinsælustu kylfingum allra tíma og hann svo sannarlega dregur að sér stærstu áhorfendahópanna á PGA Tour. Svo ekki sé minnst á risamótin.
Þar af leiðandi er ávallt mikil öryggisgæsla þegar Tiger á í hlut, því þar er jú einn hæst launaði íþróttamaður allra tíma. Á Masters og á risamótunum er Tiger eins og áður er sagt gætt enn meir.
Í gær, föstudaginn á 2. keppnisdegi Masters, þá var þessi aukna öryggisvarsla Tiger næstum að falli á 15. holu.
Tiger hóf 2. hring 4 höggum á eftir forystumönnum 1. dags þeim Brooks Koepka og Bryson DeChambeau.
Hann náði að setja saman fyrri 9 upp á 1 undir pari og hóf því leik á „auðveldari hluta“ þ.e. seinni 9 enn 4 höggum á eftir forystumönnunum, sem fór fjölgandi í efsta sætinu.
Eftir að ná fugli á ofurerfiðu 11. holunni missti Tiger af 2 metra fuglapútti Golden Bell (par-3 holunni frægu í „Amen Corner“) – og það var eftir frestunar á leik þar sem Tiger lenti í bið milli teighöggs og pútts og enn náði hann ekki að nýta sér fuglafæri á par-5 13. holunni (lokaholu „Amen Corner“).
Fjórtánda brautin taldist á 2. hring vera 5. erfiðasta braut vallarins, gaf ekki mikið færi á fugli og sérstaklega eftir að Tiger sló teighögg sitt til vinstri í trén.
Eftir að hóp áhorfenda hafði verið komið frá og eftir nána rannsókn á þessu höggi sló Tiger fáránlega flott björgunarhögg u.þ.b. 10 metra frá holu. Og eftir þetta flotta högg hvíldi Tiger sig á brautinni eftir að áhorfendur fóru aftur að hópast að honum.
Í æsingnum að vernda Tiger, kom yfirmetnaðurfullur öryggisvörður hlaupandi að Tiger fyrir aftan hann, en ekki vildi betur til en að hann rann til á blautu yfirborðinu og hálfpartinn „tæklaði“ Tiger, sem olli því að hinn 14-faldi risamótsmeistari (Tiger) stökk upp og haltraði síðan aftar á brautina.
Augnablikshræðslumóment um að meiðsli á hæl Tiger myndu taka sig upp köfnuðu í fagnaðarlátum þegar Tiger náði að setja niður 10 metra fuglapútt og minnkaði bilið milli sín og forystumannanna í 2 högg. Hann náði gamaldags fugli á par-5 15. brautinni og náði að bjarga sér og komast í 1 höggs bil milli sín og forystumannanna.
Tiger lauk síðan 2. hring sínum 6 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir hóp 5 þ.á.m. 4 fyrrum risamótsmeistarum, sem trónuðu á toppnum í hálfleik þessa eins fallegasta af risamótunum.
„Þetta er allt í lagi,“ sagði Tiger eftir hringinn, aðspurður um atvikið með öryggisvörðinn. „Slys gerast. Ég hef fengið áhorfendur á mig. Þegar maður spilar fyrir framan fullt af fólki, þá gerast hlutir (eins og þetta) einfaldlega.“
Golffréttaritari Golf.com, Dylan Dethier, náði tali af öryggisverðinum hjá Georgia Bureau of Investigations sem tæklaði Tiger áður en Augusta National gæti komið í veg fyrir að hann talaði við fjölmiðla.
„Allir nálguðust Tiger svo hratt og við vorum að reyna að koma okkur fyrir á rétta staðnum,“ sagði öryggisvörðurinn, sem fór fram á nafnleynd. „Það var svo hált (eftir rigningar). Það var í lagi með mig þar til ég rann til …. og tók Tiger næstum með mér. Hann náði fugli, þannig að þetta var í lagi.“
„Maður lifandi, er ég glaður að hann náði fugli.“
Í dag spilar Tiger 3. keppnishringinn með Ian Poulter, einu höggi á eftir þeim Brooks Koepka, Francesco Molinari, Adam Scott, Jason Day and Louis Oosthuizen.
Sjá má öryggisvörðinn tækla Tiger og Tiger haltra, ná fugli á 14. og tjá sig um atvikið eftir á með því að SMELLA HÉR:
Sjá má stöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024