Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2019 | 23:59

Masters 2019: Staðan e. 1. dag

Það eru bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Brooks Koepka, sem eru í forystu eftir 1. hring The Masters risamótsins, sem hófst í dag.

Báðir, DeChambeau og Koepka komu í hús á 6 undir pari, 66 höggum.

DeChambeau fékk 9 fugla og 3 skolla á 1. hring (fuglarnir komu á 2., 4. og 8. holu á fyrri 9 og á frábærum kafla á seinni 9 á 12.,13. 15.,16. 17. og 18. holu – skollar DeChambeau komu á 3., 9. og 14. holu).

Koepka á hinn bóginn skilaði „hreinu“ þ.e. skollalausu skorkorti – fékk 6 fugla og 12 pör á 1. hring Augusta National, sem er glæsilegt!!!

Fuglar Koepka komu á 2. holu á fyrri 9 og á glæsikafla á 10., 12., 13. 14. og 15. holu!!!

Í 3. sæti er síðan Phil Mickelson og spennandi að sjá hvernig honum gengur í framhaldinu.

Dustin Johnson (DJ) og Ian Poulter deila 4. sætinu komu í hús á 4 undir pari, 68 höggum.

Tiger Woods er T-11 á 2 undir pari, 70 höggum og Rory, sem flestir veðbankar spáðu sigri á Masters er T-44 eftir hring upp á 1 yfir pari, 73 högg.

Sjá má stöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Bryson DeChambeau