Masters 2021: Champions Dinner – Matseðill Dustin Johnson
Ár hvert halda sigurvegarar frá því árinu áður á Masters öllum sigurvegurum Masters veislu og bjóða í mat, svokallaðan „Champions Dinner.“
Hugmyndin að baki „The Champions Dinner“ er einföld: Sigurvegarar The Masters eru lokaður hópur manna, sem saman kemur á hverju þriðjudagskvöldi fyrir The Masters til þess að bjóða sigurvegara síðasta árs velkominn í klúbbinn. Klúbburinn er opinberlega þekktur sem „The Masters Club“ en óopinberlega gengur samkundan undir nafninu „Champions Dinner.“ „The Champions Dinner“ fór fram þriðjudaginn fyrir nákvæmlega viku og var bandaríska kylfingnum Dustin Johnson (DJ) , sigurvegara The Masters 2020, formlega boðin innganga í klúbbinn.
Það kom því í hlut DJ þetta árið að halda matarboðið fræga.
Matseðill DJ var nammilegur, en hann fylgir hér á ensku:
Appetizers: Pigs in a blanket and lobster & corn fritters
First course: House salad or Caesar salad
Family-style sides: Mashed potatoes and spring vegetables
Main course: Filet mignon and miso-marinated sea bass
Dessert: Peach cobbler and apple pie with vanilla ice cream
Svo næst fer hér listi yfir helstu rétti allt frá 1986, en heimildin er góð grein sem Emily Sollie tók saman fyrir The Augusta Chronicle 2013 og Golf 1 hefir verið að uppfæra sl. 8 ár:
Patrick Reed 2019: Forréttur: Caesar salat eða Wedge salat; Aðalréttur: Prime Bone-In Cowboy Ribeye, Macaroni&Cheese og Creamed Spinach, Corn Créme Brûlée og Steamed Broccoli, Eftirréttir: Tiramisu, Vanilla Bean Creme Brûlée og Praline Cheesecake. Með matnum var drukkinn 2016 Chateau Montelena, Napa Valley Chardonnay og 2013 Caymus Vinyards, 41st Anniversary, Napa Valley Cabernet Sauvignon
Sergio Garcia 2018: Alþjóðlegt salat í forrétt, spænskur humar með hrísgrjónum og ís og kaka á la Angela Garcia.
Danny Willett 2017: Enskt skal það vera!!! Mini Cottage Pie – þ.e. kjötfyllt smápæ í forrétt; Sunday Roast í aðalrétt en það er Prime Rib með steiktum kartöflum og grænmeti, Yorkshire búðing og sósu og í eftirrétt varvanillu eplakaka með kaffi og Yorkshire te með ekta Yorkshire kexkökum og osti.
Jordan Spieth 2016: Texas barbeque.
Bubba Watsons 2015: Það sama og hann var með 2013.
Adam Scott 2014: Moreton Bay ‘bugs’ (humar), pavlova (marengs eftirréttur).
Bubba Watson 2013: Hefbundið Caesar salat í forrétt. Grillaðar kjúklingabringur með grænum baunum, kartöflumús, maís, makkarónur í ostasósu, ásamt maísbrauði. Í desert var confetti kaka og vanillu ís.
Charl Schwartzel, 2012: Hefðbundið „braai frá Suður-Afríku,“ sem þýðir barbecue grill réttir. Á matseðli Schwartzel eru ýmsar grillaðar kjöttegundir, þ.á.m. lambalundir, steikur og pylsur frá Suður-Afríku. (E.t.v. krókódíla-steikur til þess að hafa þetta spennandi?)
Phil Mickelson, 2011: Spænsk paella og machango filet mignon sem forréttur. Með þessu var í boði salat, aspargus og tortillur, ásamt epla empanada með ís í desert (mmmmmmhhhhhhh Phil má bjóða mér í mat hvenær sem er!!!!!!)
Angel Cabrera, 2010: Argentínsk asado, sem er marglitt barbecue grill, þar sem í er chorizo pylsa, blóðpylsa, rif, filet og ojjjj …. mollejas (briskirtill þ.e.a.s innmatur).
Trevor Immelman, 2009: Bobotie (kjötpæ með hrærðu eggi ofan á),sosatie (kjúklingur á teini), spínatsalat, mjólkurterta og suður-afrísk vín.
Zach Johnson 2008: Kjöt frá Iowa, Rækjur frá Flórída (Mmmmmhhhhh… Zach góður!!!!)
Phil Mickelson, 2007: Grilluð rifjasteik, kjúklingur, og pylsur ásamt hrásalati.
Tiger Woods, 2006: Fyllt jalapeno og quesadilla forréttur með salsa og guacamole; grænt salat; kjötfajitur, kjúklingafajitur, mexíkönsk hrísgrjón, stappaðar brúnar baunir (refried beans); eplapæ og ís í desert.
Phil Mickelson, 2005: Krabbaravioli í tómatsósu, Caesar’s salat, hvítlauksbrauð. (Namm!!!!)
Mike Weir, 2004: Elgur, villigöltur, Arctic char (sem er fiskur), kanadískur bjór.
Tiger Woods, 2003: Porterhouse steikur (nammi, namm, einhverjar bestu steikur sem hægt er að fá! Greinilega mælst vel fyrir meðal heimsklassakylfinganna árinu áður!!!), kjúkling og sushi. Á matseðli hans var líka japanskt sashimi, salat, krabbakökur (ens.: crab cakes), asparagus, kartöflumús og súkkulaði truffle kaka.
Tiger Woods, 2002: Porterhouse steikur og kjúklingur með sushi sem forrétt.
Vijay Singh, 2001: Sjávarréttar tom kah, Kjúklingur Panang Curry, yfirbakaður hörpudiskur með hvítlaukssósu, lambahryggur með kari sósu, bakaður fiskur frá Chile, með þrennskonar chili sósum og í desert lychee sorbet. (Innskot: góður matseðill!!! Af hverju gat Vijay bara ekki unnið oftar!!!! Sérstaklega desertinn hefir verið ljúfur!)
Mark O’Meara, 1999: Kjúklingafajitur, steikarfajitur, sushi, túnfisks sashimi.
Tiger Woods, 1998: Ostborgarar, kjúklingasamlokur, franskar, mjólkurhristingur. (Uppáhaldsmatseðillinn minn – ekkert flókinn bara góður – eitthvað sem allir geta borðað!!!)
Nick Faldo, 1997: Ekta enskt „Fish and chips“ og tómatsúpa?
Ben Crenshaw, 1996: Texas barbecue.
Jose Maria Olazabal, 1995: Paella (spænskur hrísgrjónaréttur yfirleitt með sjávarréttum) og fiskur auk tapas (Very Spanish!!)
Bernhard Langer, 1994: Kalkúnn og dressing (óhefðbundinn þýskur aðalréttur) – hins vegar gerist eftirrétturinn varla „þýskari“: Schwartzwälder Kirsch Torte – þýðingin súkkulaði-kirsuberjaterta nær því varla sé hún vel framreidd (Namm!!!)
Fred Couples, 1993: Chicken cacciatore (Italians do it…. eins og allir vita … better!!!)
Sandy Lyle, 1989: Haggis, kartöflumús og rófustappa (Ehemmm…. rétturinn hefir eflaust ekki verið allra!!! – Lyle hefir legið undir grun að hafa ætlað að valda samkeppninni kveisu og niðurgang!)
Bernhard Langer, 1986: Wiener schnitzel (Namm!!!!).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
