Masters 2021: Hver er Mei Inui?
Eitt af því sem olli nokkrum skrifum meðal golffréttaritara Masters 2021 var sú staðreynd að sigurvegarinn í ár, Hideki Matsuyama, skyldi vera kvæntur og eiga barn.
Svo virðist sem engum hafi verið sú staðreynd ljós, enda hefir Matsuyama ekki beinlínis verið að flíka einkalífi sínu.
Mei Inui er nafn eiginkonu Hideki og eiga þau eina dóttur sem heitir Kanna.
Eftir sigurinn á Masters minntist Hideki á konu sína og dóttur í nokkrum orðum
„Ég var að hugsa um þær alla leið í dag,“ sagði Matsuyama í gegnum túlk sinn.
„Ég er mjög ánægður með að ég spilaði vel fyrir þær,“ hélt Matsuyama áfram um litlu fjölskyldu sína.
Hideki Matsuyama kvæntist Mei Inui í janúar 2017 og eignuðust þau stúlkuna sína í júli sama ár, en hann sagði ekkert um þessa stóratburði í einkalífi sínu fyrr en eftir PGA Championship (ágúst 2017) og voru fjölmiðlar í sjokki yfir því.
Aðspurður af hverju hann hefði valið þennan tímapunkt til að opinbera giftingu sína og barnseign sagði Matsuyama að enginn hefði lýst áhuga á persónulegum málum sínum áður.
„Enginn spurði mig að því hvort ég væri giftur, svo ég þurfti ekki að svara þeirri spurningu. En mér fannst að eftir PGA yrði góður tími, því barnið okkar fæddist og ég hélt að það væri góður tími til að láta alla vita, “sagði Matsuyama á sínum tíma samkvæmt Golf.com.
Á PGA Tour prófíl Matsuyama er Mei Inui skráð eiginkona hand og Kanna dóttir, Hideki Matsuyama og eins er getið um verðlaunafé hans, sem í dag nemur 33,2 milljóna dala (u.þ.b. 4,2 milljarðar íslenskra króna).
Ein af fáum myndum af Mei Inui er þegar hún var kaddý Hideki á World Hero Challenge mótinu 2016 og sjá má hér að neðan
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024