Masters 2021: Hver vann par-3 keppnina í ár og hvaða áhugamaður var með lægsta skor?
Svörin við spurningunum í fyrirsögn eru eftirfarandi:
Á Masters nú í ár var ekki haldin nein par-3 keppni. Ástæðan sem mótshaldarar gáfu upp voru Covid-19 tengdar og þörfin fyrir að halda fjarlægð milli manna.
Það virðast einhverskonar álög að sá sem sigrar í par-3 keppninni hefir aldrei sigrað í risamótinu sjálfu.
Par-3 keppnin hefir alltaf verið afslöppuð og hafa stórkylfingarnir á undanförnum árum haft ýmsa fjölskyldumeðlimi sína með sér, sem kylfusveina.
Par-3 keppnin mun aftur verða haldin 2022.
________________________________
Hefð er fyrir því að veita þeim áhugamanni með lægsta skorið á Masters risamótinu verðlaun, þ.e.a.s þeim áhugamanni, sem kemst í gegnum niðurskurð og er með lægsta skorið af áhugamönnunum, sem komast gegnum niðurskurð.
Í ár voru fáir áhugamenn meðal keppenda vegna þess að mörg áhugamannamót fóru ekki fram vegna Covid-19, en. sigurvegarar allra helstu áhugamannamóta heims fá þátttökurétt á Masters. Venjulega eru a.m.k. 5 áhugamenn meðal keppenda en í ár voru þeir aðeins 3: Joe Long (sigurvegari British Am), Ty Strafaci (U.S. Am) og Charles Osborne (U.S. Am).
Engin þeirra náði niðurskurði og var silfurbikarinn ekki veittur áhugamanni í ár. Reyndar vermdu áhugamennirnir 3 neðstu sætin, sjá með því að SMELLA HÉR:
En til að svara spurningunni í fyrirsögn þá var það Osborne sem var með besta skor áhugamannanna, lék á samtals 152 höggum (76 76) og var sá eini af áhugamönnunum sem ekki var á 80 eða yfir.
Í aðalmyndaglugga: Sigurvegari á Masters 2020, DJ og kylfusveinn hans í par-3 keppninni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024