Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2019 | 10:00

Masters verðlaunagripurinn

Verðlaunagripur Masters risamótsins, sem er af klúbbhúsi Augusta National var fyrst veittur í verðlaun árið 1961.

Spennandi að vita hver lyftir honum í kvöld, verður það Tiger, Francesco Molinari eða Tony Finau... eða einhver allt annar, sem skýst upp skortöfluna á síðustu metrunum?

Verðlaunagripur Masters, á ensku nefndur The Masters Trophy er geymdur í klúbbhúsi Augusta. Nafn sigurvegara hvers Masters móts er grafið í hann. Upprunalegi verðlaunagripurinn er búinn til úr 900 stökum silfurhlutum. Gripurinn var búinn til í Englandi og er á stalli.

Árið 1993 var ákveðið að sigurvegarar myndu hljóta eftirlíkingu úr sterling silfri.

Sigurvegari Masters fær eftirlíkingu verðlaunagripsins til eignar.  Eins hlýtur sigurvegari gullmedalíu og fær að klæðast „Græna Jakkanum“ eftirsótta.